Omnom jólaísinn snýr aftur

Í fyrra setti Omnom í sölu jólaís sem gerði allt vitlaust. Voru menn talandi um það hversu dásamleg gull-saran væri og að þetta væri ísréttur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Nú getum við glatt ykkur með þeim fregnum að jólaísinn er kominn aftur í sölu sem þýðir að gull-söru aðdáendur geta dregið andann léttar. 

Í til­kynn­ingu frá Omnom seg­ir meðal ann­ars: „Í ár eiga all­ir ein­stak­lega ljúf­fenga, gulli slegna hátíðar Söru skilið; Söru sem drottn­ingu sæm­ir. Fyllt Madaga­sk­ar vanillukremi og böðuð upp úr kaffisúkkulaði. Sitj­andi efst í há­sæti sínu, ofan á ljúf­feng­um ís­rétti með ilm­andi manda­rínu-súkkulaðisósu og kara­mellu ristuðu hesli­hnetu­krömbli, trón­ir hún á toppn­um líkt og kór­óna jól­anna. Sar­an er kon­ung­bor­inn óður okk­ar til jól­anna. Lengi lifi Sar­an, lengi lifi ís­drottn­ing­in! Njótið vel!"

Það er því nokkuð ljóst að marg­ir munu ær­ast við að smakka þessa snilld en Sar­an er með vanillukremi og kaffisúkkulaði og ís­inn er þar að auki með manda­rínu-súkkulaðisósu.

Jólaís­inn verður á boðstóln­um eitthvað fram á nýja árið.

mbl.is