Piparkökubollakökur Elínar Heiðu

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Þessar dásemdar piparkökubollaköur eru ágætis tvist á jólabaksturinn. Það er engin önnur en Elín Heiða Hermannsdóttir sem á þessa snilld en uppskriftina er að finna í nýútkominni bók eftir hana sem móðir hennar, matargyðjan Berglind Hreiðars á Gotteri.is hafði veg og vanda að.

Uppskriftina er jafnframt að finna í Hátíðarblaði mbl og Hagkaups.

Piparkökubollakökur Elínar Heiðu

Bollakökur
 • 260 g hveiti
 • 1 tsk. matarsódi
 • ½ tsk. salt
 • 1 tsk. engifer
 • 1 tsk. kanill
 • 30 g muldar piparkökur
 • 120 g púðursykur
 • 80 g smjör við stofuhita
 • 60 ml matarolía
 • 2 egg
 • 120 ml nýmjólk
 • 120 ml hlynsíróp

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 170°C.
 2. Blandið þurrefnum saman ásamt muldum piparkökum og leggið til hliðar.
 3. Þeytið púðursykur og smjör saman þar til létt og ljós blanda hefur myndast.
 4. Hrærið matarolíu, egg, nýmjólk og hlynsíróp saman og blandið saman við í nokkrum skömmtum á víxl við þurrefnablönduna.
 5. Skafið niður á milli og skiptið niður í bollakökuform.
 6. Bakið í um 20 mínútur eða þar til kökurnar fara að gyllast.
Krem og skreyting
 • 200 g rjómaostur við stofuhita
 • 120 g smjör við stofuhita
 • 600 g flórsykur
 • 2 tsk. vanillusykur
 • 20 g muldar piparkökur + skreytingar

Aðferð:

 1. Þeytið saman rjómaost og smjör þar til létt og ljós blanda hefur myndast.
 2. Bætið flórsykri og vanillusykri saman við í nokkrum skömmtum, skafið niður á milli og hrærið vel.
 3. Að lokum má setja piparkökumulninginn og kremið í sprautupoka með stórum hringlaga stúti (um 1,5 cm í þvermál).
 4. Sprautið vel af kremi í spíral upp kökuna og toppið með piparkökumulningi, ásamt piparkökum líka sé þess óskað.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »