Daniel á Junkyard galdrar fram geggjaða jólarétti

Séu menn spurðir hver sé besti veganbitinn í bænum kemur nafnið Junkyard ansi oft upp. Reyndar svo oft að ómögulegt er að fjalla um veganhátíðarmat án þess að uppskriftir frá þeim séu með. Junkyard-vörurnar eru fáanlegar í verslunum Hagkaups og því auðvelt að grípa með sér dýrindis máltíð þegar svo ber við.

Séu menn spurðir hver sé besti veganbitinn í bænum kemur nafnið Junkyard ansi oft upp. Reyndar svo oft að ómögulegt er að fjalla um veganhátíðarmat án þess að uppskriftir frá þeim séu með. Junkyard-vörurnar eru fáanlegar í verslunum Hagkaups og því auðvelt að grípa með sér dýrindis máltíð þegar svo ber við.

Upp­skrift­irnar birt­ust í Hátíðarmat­ar­blaði mbl og Hag­kaups. Hægt er að nálg­ast blaðið HÉR.

Hátíðarhleifur með Junkyard-sósu

Hugmyndin á bak við hátíðarhleifinn (e. neat-loaf) er að búa til rétt sem minnir á hinn hefðbundna hamborgarhrygg. Hægt er að kaupa hátíðarhleifinn og Junkyard-sósuna í Hagkaup og Veganbúðinni. Eldunarleiðbeiningarnar eru einfaldar.

 1. Setjið ½ dl af vökva í ofnskúffu (getið notað maltöl, grænmetissoð eða vatn).
 2. Bakið í 90 mínútur undir álpappír við 200° og hækkið þá hitann upp í 225° í 15 mínútur án álpappírsins. Ekki er verra að ausa hleifinn nokkrum sinnum meðan hann eldast.
 3. Affrystið sósuna og setjið í pott.
 4. Hitið og þá er sósan tilbúin.
 5. Bragðið af henni er sérhannað til að smellpassa við hátíðarhleifinn en fólk er engu að síður hvatt til að gera hana að sinni eigin með því að bragðbæta hana enn frekar.
 6. Berið fram með uppáhaldsjólameðlætinu ykkar. Við hér á Junkyard erum hrifin af brúnuðum kartöflum, grænum baunum og að sjálfsögðu rauðkáli.

Fyllt kál

Hér er um að ræða sígildan rétt frá Ungverjalandi sem er sérstaklega vinsæll um hátíðarnar.

 • 1½ kg anamma-borgarar
 • 2 hvítkálshausar, teknir í sundur
 • 1 laukur
 • 60 g hvítlaukur
 • 400 g óelduð hrísgrjón
 • 500 g súrkál (skorið í litla bita)
 • 1 msk. salt
 • 1 msk. timían
 • 1 msk. reykt paprikukrydd (helst ungverskt)

Aðferð:

 1. Skerið laukinn og hvítlaukinn og snöggsteikið.
 2. Blandið saman við borgarana í skál, bætið við hrísgrjónum og kryddi og hnoðið uns vel blandað saman.
 3. Vefjið kálblöðunum utan um hleifinn og reynið að loka öllum endum vel.
 4. Takið stóran pott, setið helminginn af súrkálinu, síðan hleifinn og loks afganginn af súrkálinu yfir.
 5. Fyllið með vatni uns það flýtur yfir hleifinn og eldið á lágum hita í 90 mínútur.
 6. Berið fram með sýrðum rjóma frá Oatly og nýbökuðu brauði.

Eggaldinrjómi

Þessi réttur er afar vinsæll hjá fjölskyldunni minni í Ungverjalandi og passar eiginlega við allan mat.

 • 2 eggaldin
 • 1 laukur
 • 250 ml veganmajónes
 • 1 msk. sinnep
 • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

 1. Skerið eggaldinið til helminga og bakið við 180°C í klukkustund.
 2. Setjið laukinn í matvinnsluvél.
 3. Kælið eggaldinið, fjarlægið hýði og fræ. Setjið afganginn í matvinnsluvélina.
 4. Bætið restini af hráefnunum við og blandið vel saman í matvinnsluvélinni.
 5. Látið kólna í kælinum og þá er sósan tilbúin.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »