Leynitrixið sem virkar á málningarslettur

Slettir þú málningu út um allt er þú málar?
Slettir þú málningu út um allt er þú málar? mbl.is/decofarver.dk

Skothelt leynitrix sem þú þarft að kunna! Þetta mun létta þér verkið er þú málar veggina næst heima fyrir.

Það kannast allir við að sjá málninguna slettast niður á gólflistana er við málum veggina heima fyrir. Þegar málningin svo þornar tekur óratíma að skrapa hana af – það er að segja ef við höfum ekki setið á hnjánum og sett teip ofan á alla listana til að forðast slík vandræði. En þá er til stórsniðug leið til að þurrka málninguna strax af á meðan hún er blaut. Þú dregur fram greiðslukort eða annað í álíka stærð, leggur utan um það þunnan klút eða jafnvel servíettu, og dregur meðfram listunum til að þurrka alla blauta málningu strax af.

Settu servíettu eða þunnan klút utan um plastkort.
Settu servíettu eða þunnan klút utan um plastkort. Mbl.is/TikTok
Þurrkaðu meðfram listanum alla málninguna burt.
Þurrkaðu meðfram listanum alla málninguna burt. Mbl.is/TikTok
mbl.is