Kaffivélin sem þykir sú svalasta

Mögulega ein fallegast kaffivél síðari ára.
Mögulega ein fallegast kaffivél síðari ára. mbl.is/Moccamaster

Við erum með netta kaffivélaþráhyggju hér á matarvefnum og erum endalaust að reyna að finna út hvaða vél er best og fallegust í senn. Eftir nokkurra ára óformlega rannsóknarvinnu höfum við krýnt vinningshafa í uppáhellingadeildinni  það er kaffivéladeildinni. 

Moccamaster sameinar svo margt í einum pakka! Hún er auðveld í notkun, tímalaus hönnun og endingin er svo til „endalaus“ – eða sannkölluð eilífðarvél. Hér ræðir um handgerð gæði frá Hollandi, sem er einstaklingsprófuð áður en hún er send út í verslanir. Þess má geta að vélarnar eru settar saman úr endurvinnanlegum efnum sem eru að auki laus við öll aukaefni.

Það tekur kaffivélina aðeins sex mínútur að hella upp á tíu kaffibolla, og vélin sér til þess að gráðuhitinn á vatninu haldist í réttu hitastigi sem heldur bragði kaffisins dúnmjúku. Það besta við Moccamaster er þó eflaust litaúrvalið – þar sem vélin er fáanleg í ótal litum, t.d. rauðu, silfur, brass, svörtu, bleiku og hvítu, svo allir ættu að finna lit við hæfi. Moccamaster er tvímælalaust hin fullkomna jólagjöf fyrir kaffiáhugamanninn og fæst í versluninni Kokku.

mbl.is/Moccamaster
mbl.is/Moccamaster
mbl.is/Moccamaster
mbl.is/Moccamaster
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert