Áfengar jólakúlur slá í gegn

Megum við biðja um nokkrar kúlur á jólatréð - takk.
Megum við biðja um nokkrar kúlur á jólatréð - takk. mbl.is/Miller Lite

Miller, einn þekktasti bjórframleiðandi heims, hefur sett á markað jólakúlur sem innihalda afurð þeirra. Kúlur sem munu eflaust hressa marga við er þeir skreyta tréð í ár.

Beernament, er drykkjarhæft jólaskraut sem mun skreyta jólatréð - hvítar hringlaga kúlur með Miller logoinu sem skartar þar aðra hliðina. Kúlurnar koma sex í pakka, smellpassa í lófann og því afar einfalt að bera í hendi ef manni langar í sopa. Til að kynna herferfðina, þá tók Miller saman við gamanleikarann Jimmy O. Yang, sem kynnir kúlurnar af sinni alkunnu snilld eins og sést hér fyrir neðan.

mbl.is/Miller Lite
mbl.is
Loka