Eftirlætisréttir Eddu eru 102 talsins

Eftirlætisréttir Eddu, er nýútkomin matreiðslubók.
Eftirlætisréttir Eddu, er nýútkomin matreiðslubók. mbl.is/Mynd aðsend

Eftirlætisréttir Eddu, er nýútkomin matreiðslubók sem spannar ótal uppskriftir fyrir þá sem kjósa sannan og heiðarlegan heimilismat. Bókin er eftir Eddu S. Jónasdóttur sem hefur komið víða við í eldhúsum út um allan heim.

Í bókinni má finna allar eftirlætisuppskriftir Eddu frá því að hún hóf búskap. En Edda hefur starfað sem kokkur í veiðihúsi, haldið námskeið í jólasælgætisgerð og birt uppskriftir í blöðum síðustu fimmtán árin. Uppskriftirnar koma úr öllum áttum, þá úr matreiðslubókum, blöðum, frá fjölskyldu og vinkonum – en markmið Eddu var að prenta út allar uppskriftir sem hún átti til í tölvunni og útbúa sem hefti fyrir vinkonurnar. Heftið varð þó að stærra verkefni, eða sem nýútkomin bók fyrir fleiri til að njóta.

Bókinni er skipt upp í níu kafla og hér má finna 102 uppskriftir, eða hina ýmsu aðalrétti, súpur, salöt, bökur, ásamt smáréttum, brauð, kökur og síðast en ekki síst jólasætindi. Myndskreytingar eru í höndunum á Hlíf Unu Bárudóttur og Tómas Jónsson sá um grafíska hönnun og útlit bókarinnar.

Uppskrift að jólakryddhnetum.
Uppskrift að jólakryddhnetum. mbl.is/Mynd aðsend
Girnileg eggaldin- og tómatbaka.
Girnileg eggaldin- og tómatbaka. mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is