Cardi B deilir uppáhalds kvöldsnarlinu sínu

Cardi B
Cardi B AFP

Rapparinn Cardi B deildi nýverið aldeilis frábæru kvöldsnarli sem hún virðist ekki geta hætt að narta í.

Cardi B deildi snarlinu á Twitter nú á dögunum, en þar dásamar hún hástemmt osta Doritos og bbq sósu. Cardi segir hungrið hafa leitt hana út í þessa tilraun þar sem ekkert var til í ísskápnum, en hún átti til Doritos og bbq sósu. Síðan hvetur hún fólk til að prófa og láta sig vita hvað þeim finnist um kombóið.

Söngdívan hefur undanfarð verið að prófa sig áfram í eldhúsinu í nýjum þáttum á Facebook Watch, en þættirnir kallast „Cardi Tries“. En hún hefur margsinnis talað um mataræðið sitt í viðtölum þar sem hún segist borða tvisvar á dag – mikið á morgnanna og aftur mikið á kvöldin.

Cardi B elskar osta Doritos og bbq sósu.
Cardi B elskar osta Doritos og bbq sósu. Mbl.is/Twitter_Cardi B
mbl.is