Ostakörfur eru jólagjöfin í ár

Ostakarfa frá Ostahúsinu.
Ostakarfa frá Ostahúsinu.

Persónulega er ég á þeirri skoðun að það sé hámark gleðinnar að geta gætt sér á góðum ostum og því er það mikill happafegnur að fá góða ostakörfu að gjöf.

Fyrir þá sem eru í vandræðum með hvað skal gefa þá þarf ekki að leita lengra. Það er annað hvort hægt að setja saman sína eigin eða kaupa tilbúna.

Margir öflugir framleiðendur eru að gera geggjaðar körfur og má þar á meðal nefna Ostahúsið. Einnig eru verslanir á borð við Hagkaup og Sælkerabúðina með geggjaðar körfur þar sem kennir ýmissa grasa og fyrir þá sem vilja fara ennþá lengra er hægt að kaupa úrvals körfur frá Kjarnafæði sem innihalda jólasteikur og annað fínerí.

Sælkerakarfa frá Sælkerabúðinni.
Sælkerakarfa frá Sælkerabúðinni.
mbl.is