Forsetinn steikir eggin sín sjálfur í Hvíta húsinu

Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, steikir eggin sín sjálfur á morgnanna.
Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, steikir eggin sín sjálfur á morgnanna. Mbl.is/MICHAEL REYNOLDS/EPA/BLOOMBERG_GETTY

Forseti Bandaríkjanna sagði nýverið í samtali að hann og konan hans, Jill, útbúi alltaf sinn eigin morgunverð í Hvíta húsinu. Eða í raun er það Jill sem sér um matreiðsluna.

Joe Biden, 46. forseti Bandaríkjanna sat sem gestur í þætti hjá Jimmy Fallon er hann upplýsti þáttastjórnandann að því að hann og konan hans sjái sjálf um morgunverðinn í Hvíta húsinu. Þau eru með fólk sem beri töskurnar þeirra, þrífur og allt þar fram eftir götunum – en morgunmatinn sjá þau sjálf um. Þeim finnst lítið tiltökumál að spæla egg og hella morgunkorni í skál og vilja gefa kokkunum frí á morgnanna. Þegar Jimmy fer nánar í saumana, þá kemur í ljós að Jill sjái aðallega um að spæla eggin, því matreiðslukunnátta Biden sé afar takmörkuð og hefur alla tíð verið. 

mbl.is