Gæsabringur með bláberjasósu og balsamik-bökuðum rauðlauk

mbl.is/Kristinn Magnússon

Það er meistarakokkurinn Aníta Ösp Ingólfsdóttir sem á veg og vanda að matnum í þessu blaði sem hún eldar á sinn einstaka hátt. Aníta hefur verið yfirkokkur Matarvefs mbl.is undanfarin þrjú ár og við fullyrðum að tilvera okkar væri mun snautlegri án uppskriftanna hennar.

Uppskriftin birtist fyrst í Hátíðarmatarblaði mbl og Hagkaups sem hægt er að nálgast HÉR.

Gæsabringur með bláberjasósu og balsamik-bökuðum rauðlauk

Gæsabringur

  • 4 stk. gæsabringur
  • Salt
  • Pipar
  • 3 msk. smjör
  • 4 greinar timían
  • 2 hvítlauksgeirar – kramdir
  • Kveikt á ofninum á 180°C.

Aðferð:

  1. Gæsabringurnar þerraðar, saltaðar og pipraðar. Þá er panna hituð vel upp með olíu og gæsin sett á pönnuna, þegar henni er snúið er smjöri, timían og hvítlauk bætt út á pönnuna. Gæsin er steikt í um það bil 2 mínútur á fituhliðinni og mínútu á hinni hliðinni, þá sett í eldfast mót með smjörinu og kryddjurtunum.
  2. Þá er gæsin sett inn í ofn í 5 mínútur, tekin út í 5 mínútur og svo aftur inn í 5 mínútur. Látin hvíla í 5 mínútur áður en hún er skorin í þunnar sneiðar.

Bláberja grísk jógúrtsósa

  • 4 dl grísk jógúrt
  • 1 lítil krukka Cumberland-sósa
  • 1½ dl bláber
  • Salt

Aðferð:

  1. Öllu blandað saman í skál, gott er að kremja bláberin aðeins með pískinum eða skeiðinni, þá fæst betra bragð í sósuna. Smakkað til með salti.

Balsamik-bakaður rauðlaukur

  • 2 stk. rauðlaukur
  • 4 msk. balsamik-gljái
  • 2 msk. púðursykur
  • 3 greinar timían
  • 2 stk. hvítlauksgeirar
  • Olía
  • Salt

Aðferð:

  1. Toppurinn skorinn af rauðlauknum og hann tekinn í helminga, þá er hann skorinn í lauf. Best er að skilja kjarnann eftir í lauknum en þá detta laufin síður í sundur. Hvítlaukurinn skorinn smátt.
  2. Lauknum raðað á bökunarplötu og olíu, balsamik-gljáanum, hvítlauk, timían, púðursykri og salti dreift jafnt yfir. Bakað á 200°C í um það bil 15 mínútur þar til laukurinn er farinn að karamellast.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert