Guðdómlega fallega skreytt jólaborð

Eitt glæstasta jólaborð síðari ára.
Eitt glæstasta jólaborð síðari ára. mbl.is/© A Table Story

Hér sjáum við fallegasta jólaborðið á netinu í dag! Fagurlega skreytt í hvítum og ljósum tónum með ferskum blómum og lifandi kertum. Borðið er eins og vetrardraumur sem minnir einna helst á hvítan snjóinn og ískristalla. Látlaust matarstell, kristalsglös, hörservíettur og mött silfurhnífapör ásamt litlum blóma„snjókúlum“ sem gera borðið enn glæsilegra. Við leyfum meðfylgjandi myndum að tala hér fyrir neðan.

mbl.is/© A Table Story
mbl.is/© A Table Story
mbl.is/© A Table Story
mbl.is/© A Table Story
mbl.is/© A Table Story
mbl.is/© A Table Story
mbl.is