Íslenskt lamb eins og það gerist best

mbl.is/Kristinn Magnússon

Snædís Jónsdóttir, yfirkokkur á ION-hótelinu á Nesjavöllum, töfrar fram lokkandi jólakræsingar þar sem lambið er í forgrunni. Hver uppskrift er fyrir sex manneskjur. 

Snædís byrjaði á því að útbúa forrétt þar sem lambatartar, estragonmajó, osturinn Feykir og kartöfluflögur hittust í góðu partíi.

Jólalambið í öllu sínu veldi

Hér útbjó Snædís lambahrygg með jólakartöflusalati, steiktu íslensku „bok choy“, gleymdum gulrótum, pikkluðum perlulauk og bláberjasósu.
Lambahryggur með bláberjasósu, gleymdum gulrótum, kartöflusalati og heimsins besta jólasalati
Lambahryggur með bláberjasósu, gleymdum gulrótum, kartöflusalati og heimsins besta jólasalati Kristinn Magnússon

Lambahryggur

  • 3 msk. lamb islandia
  • 3 msk. 5 krydd
  • 3 msk. icelandic herb mix
  • ½ msk. salt
  • ½ msk. pipar
  • 4 msk. olía
  • 3 greinar timían
  • 2 greinar rósmarín

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Blandið öllu þurrkryddi og olíu saman og nuddið hrygginn með kryddblöndunni. Skerið meðfram hryggnum og setjið timían- og rósmaríngreinarnar ofan í skurðinn.
  3. Brúnið lambið í um það bil tíu mínútur.
  4. Takið lambið út, lækkið ofninn niður í 65°C og setjið það aftur inn. Þegar lambið hefur náð 58°C takið þið hrygginn út og leyfið kjötinu að hvíla. Þetta ætti að taka um það bil klukkutíma með þessari eldunaraðferð. Fer eftir stærð á hryggnum.

Bláberjasósa

  • 200 g nautasoð
  • 200 g kjúklingasoð
  • 500 g bláberjasafi (frá Íslenskri hollustu)
  • 4 greinar af timían
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 75 g smjör
  • sítrónusafi
  • salt

Aðferð

  1. Sjóðið bláberjasafann niður í 300 g og hellið nautasoði og kjúklingasoði saman í pott. Setjið timían og hvítlauksgeira út í og sjóðið niður í 500 g. Sigtið í nýjan pott, hrærið smjörinu saman við sósuna og smakkið til með salti og sítrónusafa.
Þetta salat ljær jólunum nýja merkingu.
Þetta salat ljær jólunum nýja merkingu. Kristinn Magnússon
Jólakartöflusalat
  • 800 g soðið kartöflusmælki
  • 180 g sýrður rjómi 36%
  • 100 g japanskt majónes
  • 50 g þurrkuð trönuber
  • 1 búnt söxuð steinselja
  • hunangsristaðar pekanhnetur
  • sítrónusafi
  • salt

Aðferð

  1. Skerið smælkið í fernt, blandið öllu saman og smakkið til með sítrónusafa og salti.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Gleymdar gulrætur
  • 500 g íslenskar gulrætur
  • 500 g smjör
  • 3 greinar af rósmaríni
  • salt

Aðferð

  1. Allt sett saman í eldfast mót og eldað á 180°C hita í 30-45 mínútur.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Lambatartar sem bragð er að
  • 2 stk. kinda/lambafilet
  • pikklaður rauðlaukur
  • graslaukur
  • börkur af tveimur sítrónum
  • salt eftir smekk

Aðferð

  1. Skerið filetið í litla bita. Skerið pikklaða rauðlaukinn smátt, saxið graslaukinn smátt og blandið öllu saman og smakkið til með salti.

Estragonmajó

  • 200 g japanskt majónes
  • 50 g ferskt estragon

Aðferð:

  1. Pillið estragonlaufin af stilkunum og setjið í þröngt ílát með majónesinu og blandið vel saman. Snædís mælir með því að majóið sé geymt í sprautupoka.

Heimagerðar kartöfluflögur

  • 100 g kartöflusmælki
  • 500 g steikingarolía
  • salt
Aðferð:
  1. Skerið smælkið með mandólíni ofan í saltvatni. Hitið olíuna í potti upp í 160°C og djúpsteikið í um það bil tvær mínútur. Ef þér finnst þetta of mikið vesen geturðu keypt tilbúnar kartöfluflögur og notað þær.
  2. Hvernig er þetta sett saman? Byrjið á því að setja majóið á botninn á diskinum, setjið 2 msk. af lambatartar á diskinn, rífið Feykisost yfir með rifjárni og raðið kartöfluflögunum ofan á.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Bok choy, Tindur og pikklaður perlulaukur
  • 1-2 pokar af íslensku bok choy-káli
  • salt
  • sítrónusafi
  • 50 g sykur
  • 50 g eplaedik
  • 50 g vatn
  • 1 poki rauður perlulaukur

Aðferð:

Skerið perlulauka í helming og takið hýðið af. Setjið sykur, eplaedik og vatn saman í pott og sjóðið þar til sykurinn er uppleystur. Hellið pikklunarleginum yfir perlulaukinn og leyfið honum að liggja þar.

Næst er bok choy léttsteikt á pönnu eða grilli, það saltað og sítrónusafi kreistur yfir. Eftir steikinguna er osturinn Tindur rifinn yfir og borið fram með pikkluðum perlulauk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert