Drykkurinn sem gerir gott partí enn betra

Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Það er ekki seinna vænna að fara að undirbúa áramótakokteilana fyrir gamlárskvöld og skiptir þá engu hvort um er að ræða áfenga eða óáfenga kokteila.

Hér gefur að líta geggjaðan kokteil úr bókinni Heimabarinn sem sló rækilega í gegn fyrir jólin og flokkast nú sem skyldueign á öllum betri heimilum þar sem boðið er upp á vandaða drykki.

Hægt er að fjárfesta í bókinni á tilboði HÉR.

Sumar-Gimlet

Ferskur, sumarlegur ginkokteill sem er tilvalinn á sólríkum sumardegi en kemur sér einnig vel þegar kalt er í veðri til að minna á sumarið í skammdeginu. Rabarbari er án efa ein sumarlegasta jurt sem fyrirfinnst á Íslandi og passar hún því fullkomlega með hvannargininu Angelica.

  • 50 ML GIN
  • 25 ML LÍMÓNUSAFI
  • 15 ML ÁSTARALDINSÍRÓP
  • 10 ML RABARBARALÍKJÖR
  • 10 ML AQUAFABA

SKRAUT: ætiblóm

AÐFERÐ: Þennan kokteil, eins og aðra eggjahvítu/aquafaba kokteila, þarf að hrista tvisvar. Það gefur honum þéttari áferð og silkimjúka froðu. Fyrst setjum við öll hráefnin nema skrautið í hristara, fyllum hann alveg upp í topp með klaka og hristum hressilega í 10-15 sekúndur eða þar til hristarinn er orðinn vel kaldur. Þá streinum við drykkinn í hlutlaust glas og losum okkur við klakann úr hristaranum. Svo setjum við drykkinn aftur í hristarann og hristum hann í seinna skiptið án klaka, í góðar 15-20 sekúndur.

Að lokum er drykkurinn streinaður í gegnum sigti í kælt coupe-glas og skreyttur með fallegum ætiblómum.

FRÓÐLEIKUR: Andri hannaði þennan drykk með gininu Angelica og rabarbaralíkjörnum sem eru framleidd af 64° Reykjavík Distillery. Hann byggist á hefðbundnum Gimlet með ögn sumarlegri tónum úr rabarbara og ástaraldini.

Bókin Heimabarinn er skyldueign á hverjum heimabar.
Bókin Heimabarinn er skyldueign á hverjum heimabar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert