Kampavíns-ísmolarnir sem munu trylla gestina

Kampavín er „ómissandi“ á gamlárskvöld.
Kampavín er „ómissandi“ á gamlárskvöld. mbl.is/Getty Images

Á gamlárskvöld er víða skálað í kampavíni og þeir sem vilja ganga skrefinu lengra og heilla gestina upp úr skónum ættu að græja kampavíns-ísmola fyrir stóra kvöldið. Hér um ræðir einfalda aðferð að ísmolum sem innihalda búblurnar góðu.

  • Fylltu ísmolabox af kampavíni eða freyðivíni.
  • Látið í frysti í það minnsta í sex klukkutíma eða yfir nótt þar til þeir verða klárir til notkunar.
  • Og til þess að útbúa einföldustu mímósu (hugmynd fyrir nýársdag), skaltu fylla kampavínsglas með kampavínsísmolum og hella nýpressuðum appelsínudjús yfir og bera fram.
mbl.is