Fiskrétturinn sem enginn getur staðist

Það er Kolbrún Ýr hjá Keto þjálfun sem á heiðurinn …
Það er Kolbrún Ýr hjá Keto þjálfun sem á heiðurinn að þessari geggjuðu uppskrift. mbl.is/Mynd aðsend

Hér er á ferðinni fiskréttur sem enginn getur staðist! Ómótstæðileg uppskrift að þorskhnökkum í boði Kolbrúnar Ýrar hjá Keto-þjálfun. Pestó, paprika, beikon og salatostur eru á meðal hráefna sem gera réttinn svona dásamlegan.

Fiskrétturinn sem enginn getur staðist

 • Þorskhnakkar (miða við ca 200 g á mann), skornir í bita
 • spínat
 • paprika
 • grænt pestó, ég nota alltaf frá Sóma eða Önnu Mörtu  hvort tveggja ferskt og gott
 • salatostur í kryddlegi (hét áður fetaostur)
 • beikon, 1 pakki
 • salthnetur (má sleppa)
 • krydd að eigin vali – svartur pipar eða jafnvel sítrónupipar

Aðferð:

 1. Steikið beikonið í ofni eða á pönnu.
 2. Setjið spínat í botninn á eldföstu móti.
 3. Skerið niður papriku og setjið yfir spínatið.
 4. Raðið þorskhnökkunum í mótið og kryddið.
 5. Setjið matskeið af grænu pestói yfir hvern og einn fiskbita og stráið einni krukku af salatosti (feta ostur) yfir allt fatið.
 6. Setjið inn í ofn við 200° í ca 30 mínútur. Eftir 15 mínútur, takið þá út og setjið beikonið (niðurkurlað/skorið í bita) yfir allt, og toppið með salthnetum til að fá smá „kröns“. Bakið áfram í aðrar 15 mínútur. 
 7. Athugið að eldunartíminn getur verið mismunandi, taka þarf mið af ofninum. Einnig ef þú vilt fiskinn minna eldaðan, þá má stytta í 20 mínútur. En ég elda hann í 30-40 mínútur.
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is