Sjóðheitt eldhús í Sviss

Við hér á matarvefnum vitum fátt skemmtilegra en að dást að fögrum eldhúsum og þetta hér er í algjörum sérflokki.

Veggirnir, háfurinn og loftið eru veggfóðruð með geggjuðu veggfóðri og gardínurnar eru með sama mynstri. Skáparnir tóna svo vel við veggfóðrið og útkoman er alveg hreint undursamlega fögur  og óvenjuleg en í okkar grá/hvíta eldhúsheimi fögnum við fjölbreytileikanum.

Það er svissneska arkítektastofan Atelier Zürich sem á heiðurinn af þessari hönnun.

mbl.is