Fyrsta vínglas Britney Spears í 13 ár

Britney Spears er frjáls á ný og nýtur lífsins með …
Britney Spears er frjáls á ný og nýtur lífsins með vínglas við hönd. mbl.is/KEVIN MAZUR/GETTY

Lífið hjá poppsöngkonunni Britney Spears hefur sannarlega ekki verið auðvelt síðasta áratuginn en í dag hefur hún fulla ástæðu til að fagna!

Britney deildi langri færslu á samfélagsmiðlunum nú á dögunum, þar sem hún lýsir ánægju sinni með lífið eftir að hafa endurheimt sjálfstæði sitt sl. nóvember. Hún birti myndskeið með færslunni þar sem hún dansar við lagið „Nobody's Perfect” eftir Madonnu. Eins segist hún hafa fengið sér fyrsta rauðvínsglasið eftir langt hlé – heil 13 ár – en söngkonan fagnaði nýfengnu frelsi sínu í nóvember með kampavíni. Hún hefur einbeitt sér að því að styrkja samband sitt við börn sín, en segist jafnframt eiga skilið glas eða tvö eftir allan þennan tíma.

mbl.is