Nýr íslenskur gosdrykkur á markað

Ljósmynd/Aðsend

Skvetta Berjakóla - Nýtt íslenskt náttúrugos

Skvetta Berjakóla er nýtt náttúrugos sem inniheldur íslensk aðalbláber, handristuð og möluð krydd ásamt smá skvettu af handverkskaffi frá Kvörn. Engin aukaefni eða hvítur sykur eru í Skvettu berjakóla, heldur aðeins smotterí af lífrænni þyrnililju (e. agave). Drykkurinn er m.a. fáanlegur í Melabúðinni, verslunum Hagkaupa og á Kaffi Laugalæk, í dósum og á krana.

„Þetta er fjörugur og hollari drykkur fyrir hvaða tilefni sem er,” segir Björn Arnar Hauksson, eigandi Skvettu en hann þróaði drykkinn í samvinnu með Völu Stefánsdóttur, kaffibarþjóni. 

„Útkoman er holl bragðbomba eins og kóla var í gamla daga. Við erum mjög stolt af drykknum sem hefur fengið frábærar viðtökur. Það var lengi búið að vera draumur hjá mér að gera gott íslenskt náttúrugos fyrir neytendur sem gera kröfur um gæðahráefni, drekka kannski síður gosdrykki og vilja heilnæmari kost á gosdrykkjamarkaðnum. Við Vala erum bæði í veitingageiranum og höfðum því lítið að gera í Covid, og vildum nýta tímann í eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt. Matvælasjóður Íslands studdi okkur í því að þróa drykk úr íslensku hráefni og að auka rekjanleika hráefnis gosdrykkja. Við á Kaffi Laugalæk finnum það sterklega hjá okkur en við bjóðum upp á hreinan mat úr nærumhverfinu, okkar viðskiptavinir hafa tekið Skvettu berjakóla svakalega vel. Erla Sigurlaug, hjólakona með meiru, hefur síðan hjálpað okkur að koma verkefninu úr litlu pottunum og á markað,” segir Björn að lokum.

Fleiri bragðtegunda er að vænta á næstunni frá Skvettu gosgerð. Meira um þennan skemmtilega og ferska drykkjarkost má finna á samfélagsmiðlum og á heimasíðu fyrirtækisins.

Vala Stefánsdóttir og Björn A. Hauksson
Vala Stefánsdóttir og Björn A. Hauksson Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert