Ofursalat Evu Laufeyjar bragðast stórkostlega

Ljósmynd/Gott í matinn

Hér erum við með salat á heimsmælikvarða. Flóknara er það nú ekki.

Það er Eva Laufey sem á heiðurinn af því og hafi hún þakkir okkar fyrir það.

Salat með hráskinku og mozzarellaperlum

Einn skammtur

 • 150 g klettasalat
 • 180 g mozzarellaperlur (1 dós)
 • 300 g hráskinka
 • 1 askja kirsuberjatómatar
 • 10 jarðarber
 • ristaðar furuhnetur
 • balsamgljái

Aðferð

 1. Skolið og þerrið klettasalatið, hellið smá ólífuolíu yfir og kryddið til með salti og pipar.
 2. Leggið klettasalatið á fallegan disk, dreifið mozzarellaperlunum ofan á salatið. Setjið hráskinkuna yfir salatið.
 3. Skerið jarðarber og tómata smátt og dreifið yfir hráskinkuna.
 4. Ristið furuhnetur og dreifið yfir í lokin. Gott er að bera salatið fram með balsamgljáa og ristuðu hvítlauksbrauði.
mbl.is