80 þúsund króna kokteilhristari sem fullkomnar heimabarinn

Ákaflega fallegur kokteilhristari úr kristal.
Ákaflega fallegur kokteilhristari úr kristal. mbl.is/Saint Louis Crystal

Þetta er án efa glæstasti kokteilhristari sem við höfum séð í lengri tíma, en gripurinn er úr kristal.

Þessi fagri kokteilhristari kemur úr smiðju Saint Louis Crystal, sem er eingöng framleitt í Frakklandi og hefur verið þannig síðan 1586. Hér er allt handblásið og skorið af mikilli nákvæmni af sannkölluðum listamönnum, þar sem færnin arfleiðist í kynslóðir. Blanda af amerískum innblæstri og franskri hugulsemi á nútímalegan máta. Og ef maður rýnir með öðrum augum á hristarann, þá mætti sjá skúlptúraða byggingu í glerinu sem gerir hann enn flottari fyrir vikið.

Við fullyrðum seint að hann hristi fram betri kokteila en fagur er hann - þótt hann kosti skildinginn.

Hægt er að skoða djásnið HÉR

mbl.is/Saint Louis Crystal
mbl.is