Afar óvenjulegur morgnuverður Amal Clooney

Hjónin George og Amal Clooney.
Hjónin George og Amal Clooney. AFP

Amal Clooney á sér marga aðdáendur enda ótrúleg kona. Ljóngáfuð baráttukona fyrir mannréttindum og einstaklega frábær fyrirmynd að öllu leiti.

Hún er með heitustu tískutrendin á hreinu, klæðir sig óaðfinnanlega og hugsar vel um heilsuna. Því fannst okkur áhugavert þegar við lástum að frú Clooney fær sér reglulega þarasúpu með soðnu eggi á morgnanna.

Þari er einstaklega hollur eins og við Íslendingar vitum og afar vinsæll í suður Asíu þar sem fólk þykir almennt afar vel á sig komið líkamlega og þakkar það mataræðinu.

Þari er einstaklega ríkur af joði og öðrum steinefnum og gerir kraftaverk fyrir meltinguna svo fátt eitt sé nefnt.

Það er því ljóst að við hin verðum að komast í góða þarasúpu á næstunni.

Mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney.
Mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney. AFP
mbl.is