Varað við því að fara í túrmerikbað

Túrmerik er breiðvirk jurt sem vinnur vel við við hinum …
Túrmerik er breiðvirk jurt sem vinnur vel við við hinum ýmsu sjúkdómum. mbl.is/

Þetta er ekki falsfrétt, svo sannarlega ekki, en margir hafa tekið upp á því að fara í túrmerikbað sem á að vera allra meina bót. Þá er kryddinu blandað út í baðvatnið og í þessu áttu að marinerast góða stund og verða betri á líkama og sál.

Eina vandamálið er að túrmerik er afar litsterkt og á það til að lita baðkarið að innan.

Kona nokkur setti fyrirspurn inn í Þrifatips (sem er ein sniðugasta grúppa sem fyrirfinnst) og sagði að bæði baðkarið sem og hárið á henni væru nú skærgul eftir baðið.

Engin auðveld leið virðist vera til að fjarlægja litinn en það virðist þó fara eftir gerð baðkarsins. Baðkarið hjá umræddri konu (sem nú er með gult hár) er sagt ævafornt og því líklegast ekki hægt að bjarga því.

Farið því ekki í túrmerikbað nema í ýtrustu neyð.

mbl.is