Vinsælasta mataræði heims samkvæmt Google

Leikkonan Gwyneth Palthrow er mikill talsmaður þess að fasta reglulega …
Leikkonan Gwyneth Palthrow er mikill talsmaður þess að fasta reglulega auk þess sem hún hefur verið á ketó mataræðinu með góðum árangri að eigin sögn. skjáskot/Instagram

Flest pælum við sjálfsagt mikið í mataræðinu og hvernig okkur líður líkamlega. Sumar matargerðir fara illa í mann og aðrar ekki og það sama á við um mataræði almennt. Sumt hentar okkur og annað ekki.

Við rákumst á áhugaverðan lista þar sem búið var að taka saman vinsælasta mataræðið í heiminum samkvæmt Google og það þarf sjálfsagt ekki að koma neinum á óvart að ketómataræðið trónir þar á toppnum með yfir 25 milljón leitir á dag.

Í öðru sæti eru föstur en mataræði þar sem föstur eru notaðar byggist á því að borða eingöngu í nokkra klukkutíma á dag eða jafnvel sleppa úr degi og degi.

Í þriðja sæti – og þetta kemur kannski mörgum á óvart – er paleómataræðið en það hefur verið minna áberandi í umræðunni hér á landi og kannski eitthvað sem við ættum að kynna okkur nánar.

mbl.is/Colourbox
mbl.is