Eingöngu 100 matseðlar í boði

Ljósmynd/Prikið x CHIKIN
Eitt svalasta samstarf síðari ára er án efa hjá CHIKIN og Prikinu og okkur til mikillar gleði stendur til að halda því samstarfi áfram en í þetta sinn verður boðið upp á sérlegan leyni matseðil.
Matseðillinn inniheldur fjóra rétti og er unninn í samstarfi við listamann sem sér um að hanna/skreyta baklið matseðilsins sem síðan er prentaður í 100 eintökum.
Því er hér um safngrip að ræða sem hægt er að safna en við erum nokkuð viss um að þeir klárist á mettíma.
Það er allt við þetta samstarf ótrúlega svalt; bæði maturinn og listamannasamstarfið og við hér á matarvef allra landsmanna fögnum framtakinu innilega og hvetjum ykkur til að prófa.

Ljósmynd/Prikið x CHIKIN
Ljósmynd/Prikið x CHIKIN
Ljósmynd/Prikið x CHIKIN
Ljósmynd/Prikið x CHIKIN
mbl.is