Svona fagnar Oprah afmæli bestu vinkonu sinnar

Oprah Winfrey er einn þekktasti þáttastjórnandi heims.
Oprah Winfrey er einn þekktasti þáttastjórnandi heims. mbl.is/Chris Craymer

Þáttastjórnandinn Oprah Winfrey kom bestu vinkonu sinni á óvart með geggjaðri veislu og köku sem hún málaði gyllta með airbrush-græju.

Oprah birti myndband af því á Instagram þegar hún gerði köku fyrir bestu vinkonu sína Gayle King, sem margir ættu að þekkja úr þáttunum hennar. Hún segir að Gayle elski gular kökur með kremi og því hafi hún viljað koma henni á óvart á afmælisdaginn með þessum þriggja hæða gyllta turni. Í myndbandinu segir hún ilminn af kakósmjörinu á meðan hún spreyjar kökuna himneskan.

Kökuna skreytti hún síðan með ætum blómum sem hún tíndi úti í garði og á toppnum var skilti með yfirskriftinni „Happy Birthday“. Kakan var borin fram í afmælisveislu Gayle, þar sem borðið var fagurlega skreytt með nógu af kertum og gulum blómum. Svo kakan smellpassaði inn í þema veislunnar!

View this post on Instagram

A post shared by Oprah (@oprah)

Oprah Winfrey útbjó þessa reisulegu köku handa bestu vinkonu sinni.
Oprah Winfrey útbjó þessa reisulegu köku handa bestu vinkonu sinni. Mbl.is/OPRAH_INSTAGRAM
Mbl.is/OPRAH_INSTAGRAM; JON KOPALOFF/FILMMAGIC
mbl.is