Svona losnar þú við fingraför á speglinum

Baðherbergið er eitt af mest notuðu rýmum heimilisins.
Baðherbergið er eitt af mest notuðu rýmum heimilisins. mbl.is/

Ertu að glíma við fingraför á baðherbergisspeglinum? Þá er þetta snjallaðferðin sem þú þarft að prófa.

Margir eru með speglaskápa inni á baðherbergi sem heimilisfólkið opnar oft á dag og við alla þessa notkun sjáum við mikið af fingraförum sem við kjósum helst ekki að berja augum alla daga. Besta leiðin til að halda speglinum fingrafarafríum er að maka á hann raksápu með hreinum klút, þurrka vel yfir og þú munt halda þrif-geðheilsunni lengur en ella.

mbl.is