Michelin veitingastaður opnar vefverslun

Mbl.is/Brace

Veitingastaðurinn Brace í Kaupmannahöfn er þekktur fyrir framúrskarandi ítalska rétti og hlaut á síðastliðnu ári sína fyrstu Michelin stjörnu.

Nú geta áhugasamir viðskiptavinir, verslað olíur, hnífapör, matarstell og annan gersema til síns heima – þar sem Brace hefur opnað vefverslun með öllum þeim gúrme vörum sem þeir sjálfir bjóða upp á á veitingastaðnum. Hér má meðal annars finna pasta frá Pasta Mancini, kaffi frá Nordhavn Coffee, hnífapör frá Posata Saladini  og bragðgóðar olíur frá Frantoio Muraglia.

Brace sækist eftir að gestirnir fái svokallaða heildarupplifun, sem nær lengra en bara góður matur og vín á staðnum þeirra. Hér er upplifunin tekin heim þar sem fólk getur gert vel við sig, í sínu umhverfi – en veitingastaðurinn stóð sig oftar en ekki í því að fólk spyrði til hvar það fengi vissa hluti eins og matarstell, olíur og allt þar á milli. Þeir sem vilja skoða hvað er í boði, geta kíkt á netverslunina HÉR.  

Veitingastaðurinn Brace hlaut sína fyrstu Michelin stjörnu á síðasta ári.
Veitingastaðurinn Brace hlaut sína fyrstu Michelin stjörnu á síðasta ári. Mbl.is/Brace
Mbl.is/Brace
Mbl.is/Brace
mbl.is