Royal Copenhagen heiðrar drottninguna

Einstaklega falleg skál til heiðurs Margréti Danadrottningu.
Einstaklega falleg skál til heiðurs Margréti Danadrottningu. Mbl.is/Royal Copenhagen

Okkar eftirlætis Royal Copenhagen kynnti á dögunum nýjung til heiðurs hennar hátign, Margréti Danadrottningu.

Í tilefni af 50 ára drottningarafmæli Margrétar hefur Royal Copenhagen búið til sérstaka vöru henni til heiðurs – en afmælinu er formlega fagnað 14. janúar nk. Hér ræðir um einstaklega fallega öskju eða postulínsskál með loki – en lokið er skreytt uppáhaldsblómi Margrétar, „Daisy“, sem jafnframt er gælunafn drottningarinnar meðal fjölskyldu og vina.

Skálin er framleidd í ógljáðu postulíni og er um 12 cm í þvermál, því fullkomin undir sykurmola eða skart ef því er að skipta. Skálin er framleidd í takmörkuðu upplagi og verður eingöngu fáanleg á þessu ári, eða svo lengi sem birgðir endast. Þeir sem vilja næla sér í skál geta fundið hana í verslunum Royal Copenhagen eða í netverslun HÉR.

Mbl.is/Royal Copenhagen
mbl.is