Þetta er besta leiðin til að taka sér lúr

Þessari konu leiðist ekki að taka sér blund á daginn.
Þessari konu leiðist ekki að taka sér blund á daginn. mbl.is/

Það eru margir sem elska að taka sér stuttan blund yfir daginn á meðan aðrir eru alls ekki sammála. Hvort sem er, þá er þetta besta leiðin til að taka sér stutta hvílu.

Aðstoðarforstjóri The Sleep Charity, segir okkur að það sé fullkomlega eðlilegt að sofa endrum og eins yfir daginn. En jafnframt eru til leiðir sem tryggja að þú vaknir endurnærður, frekar en þreyttari eins og oft á til með að gerast.

20 mínútur
Það er freistandi að sofa lengur, en takmarkaðu blundinn við 20 mínútur – því annars gæti það truflað nætursvefninn þinn. Sérfræðingar benda einnig á að það eigi ekki að sofa eftir klukkan þrjú á daginn, því það gæti raskað svefninum næstu nótt.

Hvíldu þig í rúminu – ekki sófanum
Það er auðvelt að kasta sér í sófann og sofna þar en það getur leitt til töluverðra óþæginda þegar þú vaknar aftur í hnipri. Hoppaðu frekar upp í rúm í afslappandi umhverfi eins og þú gerir á kvöldin. Hér bendir svefnráðgjafinn okkur einnig á að hafa í kringum 16-18 gráðu hita í herberginu og ekki sé verra að nota lavendar til að hjálpa til við slökun.

Svefnrútínan
Ef þú ætlar þér að taka þér lúr yfir daginn, þá er best að fara í gegnum venjulegu kvöld svefnrútínuna. Það getur hjálpað þér að slaka á. Til dæmis með að hlusta á róandi tónlist eða hljóðbók – bara umfram allt, ekki enda með að fletta í gegnum samfélagsmiðlana í símanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert