Ofursvalar hollustuvörur komnar til landsins

Nú er hægt að fá vörur hér á landi frá hollenska ofurfyrirtækinu Bio Today sem sérhæfir sig í náttúrulegum og ofursvölum hollustuvörum sem hannaðar eru fyrir nútímafólk.

Vörurnar frá Bio Today eru náttúrulegar, margar hverjar vegan, án allra óþarfa lit- og ilmefna og 100% lífrænar. Vörurnar henta vel fyrir fólk á ferðinni, til dæmis í morgunmat sem gefur orku fyrir daginn, hollustustangir og snakk sem er tilvalið í nestisboxið og trefjaríkar smákökur sem innihalda engan viðbættan sykur. Möndlu- og kasjúhnetusmjörið er hollt og gott ofan á gróft brauð eða kex enda framleitt úr lífrænum hnetum og fræjum. Í vöruúrvalinu eru einnig rískökur með chia, veganhunang og skírt smjör.

Bio Today er fyrir fólk á ferðinni sem hugsar um heilsuna. Fæst á Heilsudögum í Hagkaup.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »