Þorramaturinn sérlega vel heppnaður í ár

Að sögn Odds Árnasonar, fagmálastjóra hjá SS og kjötiðnaðarmanns, eru þeir allra hörðustu byrjaðir að gæða sér á súrmatnum milli jóla og nýárs en segja má að salan hafi byrjað af alvöru í síðustu viku.

Oddur segir að framleiðslan í ár sé afar vel heppnuð. „Ég get staðfest að maturinn er sérlega góður í ár. Maður smakkar yfirleitt mysuna áður en verkið hefst til að meta fyllinguna í henni því það hefur mikið að segja með lokaútkomuna. Fyllingin skilar sér í matinn og þar er það skyrmysan sem spilar stóra rullu og svo auðvita önnur sérvalin hráefni.“

Misjafnt er þó hvernig fólk vill hafa sinn súrmat. „Þessir hörðustu vilja hafa matinn í súr allt árið. Ég er mikill súrmataraðdáandi en ég vil líka finna bragðið af vörunni,“ segir Oddur kankvís en almennt er byrjað að súrsa fyrir þorrann í ágúst.

Stöðugar vinsældir

Margir myndu sjálfsagt halda að þorramatur ætti undir högg að sækja en Oddur segir það fjarri lagi. „Hann er að sækja í sig veðrið ef eitthvað er. Þorrablótin eru auðvitað vinsæl og undanfarin ár þegar þeim hefur verið frestað hefur fólk verið duglegt að kaupa sinn eigin þorramat til að njóta heima. Reyndar svo mjög að verið er að auka framleiðsluna.“

Súru pungarnir sívinsælir

Súrsaðir pungar eru í uppáhaldi hjá mörgun en pungarnir eru pressaðir og því er minna soð sem fylgir, auk þess sem þeir verða þéttari og betri. Oddur segir pungana sívinsæla og oftar en ekki seljist þeir hreinlega upp.

Oddur Árnason er margverðlaunaður kjötiðnaðarmaður.
Oddur Árnason er margverðlaunaður kjötiðnaðarmaður.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert