Besta beikon trix allra tíma

Við elskum beikon!
Við elskum beikon! Ljósmynd/Cravings by Chrissy Teigen

Við elskum beikon og erum án efa ekki þau einu sem gera það. Hér er trix sem þú þarft að kunna ef þú elskar stökku strimlana steikta á pönnu.

Það er gefið mál að mikil fita lekur af beikoni er við steikjum það á pönnu eða í ofni. En til þess að losna undan öllu sulli og slettum upp um alla veggi er við steikjum beikonið á pönnu, þá er til einfaldasta lausn í heimi við þeim vanda. Og hver er lausnin myndu einhverjir spyrja? Jú, þú steikir beikonið í potti og losnar þar með undan öllum óþarfa óhreinindum. Snilld ekki satt!

Sniðugast er að steikja beikon í potti.
Sniðugast er að steikja beikon í potti. mbl.is/TikTok
mbl.is