Loksins hægt að fá rauða banana hér á landi

Það eru ábyggilega ansi margir sem reka upp stór augu en nú er loksins hægt að fá rauða banana hér á landi.

Rauðir bananar eiga rætur sínar að rekja til Suðaustur-Asíu og eru töluvert ólíkir hinum gulu bræðrum sínum.

Rauðir bananar eru minni en hinir gulu, sætari og þykja einstaklega ríkir af C-vítamíni. Til að toppa herlegheitin eru rauðu bananarnir lífrænir sem þýðir að bragðið af þeim er eins upprunalegt og yndislegt og hugsast getur.

Þeir eru vinsælir í eftirrétti og þykja allra meina bót.

Rauðu bananarnir eru til í Hagkaup en þar eru hinir árlegu Heilsudagar í gangi þar sem yfir 800 tegundir af heilsuvörum og vítamínum eru á tilboði. 

mbl.is