Harðbannað að þvo heitar pönnur

Flest höfum við það fyrir vana að setja vatn í pönnuna að steikingu lokinni. Mikilvægt er þó að pannan hafi kólnað áður en þetta er gert. Ástæðurnar eru tvær:

Annars vegar verpist pannan smám saman við stöðugar hita- og kuldabreytingar. Hins vegar binst fitan á pönnunni vatninu sem síðan gufar upp og hjúpar eldhúsið fallegri fitubrák.

Það borgar sig því að kæla fyrst og þrífa svo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert