Leyndardómar lauksins afhjúpaðir

Flestallir hafa farið að skæla er þeir skera lauk í …
Flestallir hafa farið að skæla er þeir skera lauk í sneiðar. mbl.is/Getty

Það er ekki hjá því komist að fella nokkur tár er við skerum lauk í sneiðar. En hver er ástæðan?

Laukur inniheldur brennisteinsefnasambönd, eða náttúrulegt lyktandi efni sem einnig má finna í hvítlauk. Og þegar við skerum laukinn í sneiðar losar laukurinn sig við eitt af þessum efnasamböndum sem gas – kallast própýlsúlfoxið, og er ertandi. Efnið í lauknum virkar sem varnarkerfi í náttúrunni, til að bægja dýrum frá því að éta laukinn. En þegar við söxum lauk, þá bregst vatnið í augunum okkar við „gasinu“ og við byrjum að fella tár til að skola efninu út.

Laukar sem innihalda mestu brennisteinssamböndin eru gulir, rauðir og hvítir – og því líklegri til að fá þig til að gráta. En fólk er misjafnt og því ekki allir sem bregðast eins við er þeir saxa laukinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert