Bætiefnin sem hlaupararnir mæla með

Arnar Pétursson
Arnar Pétursson Ljósmynd/FRÍ

Þeir Arnar Pétursson og Þórólfur Ingi Þórólfsson, sem eru á meðal fremstu hlaupara landsins, deila hér með lesendum hvaða bætiefnum þeir mæla með í nýútgefnu heilsublaði Hagkaupa í tilefni að heilsudögum.  

Báðir stefna þeir á að taka þátt í Eldslóðinni sem er eitt glæsilegasta utanvegshlaup landsins þann 3. september og því mikilvægt að hefja markvissan undirbúning sem fyrst.  

Arnar segir að utanvegahlaup séu frábær hreyfing þar sem í þeim er hlaupið á mýkra undirlagi og þannig förum við betur með líkamann. Hann segir einnig að tíminn sé mun fljótari að líða í utanvegahlaupunum þar sem náttúran spilar stórt hlutverk. Eldslóðin er með fjölbreytt undirlag sem gerir hlaupið að skemmtilegri upplifun bætir Arnar við.   

Þórólfur tekur í sama streng og hefur orð á því að honum finnist best að komast út í náttúruna að hlaupa og ná þannig góðri endurheimt fyrir líkama og sál. Utanvegahlaup séu frábær leið til þess að stunda hreyfingu og upplifa kyrrðina í náttúrunni á sama tíma. Þórólfur segir NOW Eldslóðina vera einstaklega fallega hlaupaleið í bakgarði Höfuðborgarsvæðisins og eina keppnishlaupið á landinu þar sem sést í eldgosið í Fagradalsfjalli.

Þórólfur mælir með: 

Þórólfur mælir með Ultra B-12, Omega-3, Full spectrum Minerals Caps og electrolytes freyðitöflum. Einnig tekur hann inn rauðrófuduft fyrir allar keppnir.  

Arnar Péturs mælir með: 

Arnar mælir með því fyrir hlaupara að taka inn B-12 ultra, Iron Complex, D-vítamín og Omega-3. 

B-12: B-12 stuðlar að eðlilegum, orkugæfum efnaskiptum. B-12 stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins. B-12 stuðlar að því að draga úr þreytu og lúa.  

D vitamin: D vitamin stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina. D vitamin stuðlar að viðhaldi eðlilegrar vöðvastarfsemi.  

Rauðrófuduft: Rauðrófuduftið er unnið úr þurrkuðum rauðrófum. Rauðrófurnar eru mjög næringarríkar og ein matskeið af NOW rauðrófudufti samsvarar 2,5 heilum rauðrófum. 

Þórólfur Ingi Þórólfsson
Þórólfur Ingi Þórólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert