Air-Fryer-kjúklingurinn sem slegist er um

mbl.is/

Það er kominn nýr kjúklingur í búðir og samkvæmt heimildum okkar (og töluverðri rannsóknarvinnu) er ljóst að þessi kjúklingur er sá allra vinsælasti þessa dagana. Kjúklingurinn heitir Brakandi og eru kryddhjúpaðir kjúklingabitar og lærakjöt sem eru fullelduð og þarf því aðeins að hita.

Að sögn Helenu Marteinsdóttur, markaðsstjóra Ali, sem framleiðir kjúklinginn, hefur fyrirtækið ekki annað eftirspurn og því ljóst að fyrirtækið hefur hitt í mark. „Það var mikið lagt upp úr vöruþróuninni og útkoman er bæði einstaklega bragðgóð og fljótleg í eldun sem sparar fólki tíma,“ segir Helena og ekki spillir fyrir að börn eru sérlega hrifin af vörunni.

Svo má ekki gleyma öllum Air-Fryer-eigendunum sem þessa dagana leita logandi ljósi að heppilegum vörum til að elda í nýja tækinu og þar hefur Brakandi kjúklingurinn slegið í gegn enda er Air-Fryer-tækið sérlega heppilegt til að hámarka eiginleika vörunnar.

mbl.is