Veitingamenn færa starfsfólki Landsptítala mat

Atli Snær, sem rekur staðinn Kore.
Atli Snær, sem rekur staðinn Kore. Ásdís Ásgeirsdóttir

Veitingastaðurinn KORE er löngu orðinn landsþekktur fyrir framúrskarandi mat sem er undir kóreskum áhrifum. Bragðsamsetningarnar á staðnum og útfærslurnar þykja til fyirmyndar en maðurinn í brúnni er hinn geðþekki Atli Snær sem er óþreytandi að því virðist í að þróa nýja rétti og bjóða gestum upp á spennandi mat.

Í dag ætla Atli Snær og félagar að venda kvæði sínu í kross og færa starfsfólki Landspítalans mat og má fastlega gera ráð fyrir að þeim verði vel tekið. „Okkur á KORE langar að láta gott af okkur leiða og skapa í leiðinni jákvætt umtal um veitingageirann. Þetta hefur vissulega verið erfiður tími hjá veitingaaðilum en við megum ekki týna okkur í neikvæðri umræðu. Við fengum alla okkar helstu birgja til að taka þátt í verkefninu með okkur og ætlum að gefa starfsfólki Landspítalans á bilinu 150-200 skammta í dag,“ segir Atli Snær, en markmiðið sé að bjóða upp á smá tilbreytingu á annasömum degi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »