5% afsláttur af öllum vörum á morgun

Ljósmynd/Aðsend

Krónan þakkar fyrir sig með afslætti  

Krónan býður viðskiptavinum sínum upp á 5 prósent afslátt af öllum vörum í verslunum sínum á morgun, laugardaginn 22. janúar. Tilefnið er að fimmta árið í röð eru viðskiptavinir Krónunnar þeir ánægðustu á matvörumarkaði, samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar sem kynntar voru fyrr í dag.  

Krónan hlaut hæstu einkunn meðal verslana á matvörumarkaði með marktækum mun eða 73,4 stig af 100 mögulegum og er þetta í annað sinn sem Krónan þakkar viðskiptavinum sínum með þessum hætti. 

„Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar eru dýrmæt viðurkenning og mesta hvatning sem við getum fengið - ekki síst til okkar einstaka starfsfólks sem stendur vaktina alla daga í verslunum Krónunnar um land allt - sama hvað dynur á. Sem þakklætisvott höfum við ákveðið, líkt og í fyrra, að gefa öllum viðskiptavinum okkar „fimmu“ í formi 5% afsláttar á morgun, laugardaginn 22. janúar, og þannig þakka kærlega fyrir okkur,” segir Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. 

Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og er framkvæmd af Prósent. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana, s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina. 

Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar.
Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is