Fyrirtíðaspennan minnkaði og kynhvötin jókst

Kristín Amy Dyer.
Kristín Amy Dyer.

Heilbrigðir hormónar - hamingjusamur líkami

Þegar kemur að  góðri heilsu er vert að skoða hormónastarfsemina sína og hvernig hún hefur áhrif á okkar daglega líðan. Fólk á öllum aldri getur fundið fyrir ójafnvægi í líkamanum sínum og þá sérstaklega konur. Orkuleysi, óreglulegur tíðahringur, þyngdaraukning, skapsveiflur, slæm húð og streita geta verið dæmi sem benda til þess að hormónastarfsemin sé farin úr skorðum en þá er afar mikilvægt að huga betur að henni til þess að viðhalda góðri heilsu og andlegri vellíðan.

Kristín Amy Dyer hefur séð um dreifingu á Your Super ofurfæðunum á Íslandi síðan snemma árs 2020 og segir að lang vinsælasta varan þeirra sé Moon Balance sem var hönnuð með hormónajafnvægi í huga. „Mér varð fljótt ljóst eftir að Moon Balance kom á markað hversu algengt það er að konur upplifi mikið ójafnvægi - og sumar án þess að gera sér grein fyrir því. Ég var klárlega ein af þeim þar sem ég hélt að krónísk streita, uppþemba og ójafnvægi í húðinni væri bara eðlilegt ástand hjá mér en það var ekki fyrr en ég prófaði vöruna sjálf sem ég byrjaði að finna gífurlegan mun á sjálfri mér,“ segir Kristín. „Fyrirtíðaspennan sem var alltaf mjög slæm minnkaði til muna og við skulum síðan ekkert fara nánar út í kynhvötina!“

Moon Balance inniheldur einungis 6 lífrænar ofurfæður sem eru framleiddar á sjálfbæran hátt í því landi sem hráefnið vex við bestu mögulegu skilyrði. Þessi hráefni eru hibiscus lauf, baobab ávöxtur, amla ber og rauðrófa. Einnig má finna maca rót og shatavari sem eru svokölluð aðlögunarefni. Fyrir þá sem ekki þekkja til aðlögunarefna þá eru það ýmsar náttúrulegar jurtir og sveppategundir sem geta hjálpað kroppnum að takast á við lífsins áskoranir eins og til dæmis stress og álag. „Aðlögunarefni eða adaptogens á borð við shatavari, maca og ashwagandha hafa verið notuð í aldarraðir út um allann heim til þess að við halda jafnvægi og þol í kroppnum. Því er mjög spennandi að þessi efni  séu loksins að finna sína leið hingað til íslands,“ segir Kristín

Það sem einkennir Your Super er gæðastuðullinn sem þau búa yfir en hvert hráefni er frostþurrkað til að mynda fíngert duft og er hver framleiðslulota send til þriðja aðila til að tryggja hreinleika og virkni. Þetta gerir fólki auðvelt að innbyrða mikilvæg næringarefni út frá heilnæmri fæðu sem líkaminn á auðvelt með að vinna úr. Tilbúin fæðubótarefni og vítamíntöflur innihalda gjarnan einangraða næringu sem reynist líkamanum oft erfitt til upptöku.

Því nær sem við komumst móðir náttúru, því meiri er heilsufarslegi ávinningurinn.

- - -

Þess má geta að Your Super vörurnar eru á tilboði á Heilsudögum Hagkaups sem lýkur á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert