Heimabakaðir snúðar sem koma á óvart

Girnilegir pestó snúðar að hætti Önnu Mörtu.
Girnilegir pestó snúðar að hætti Önnu Mörtu. mbl.is/Anna Marta

Við elskum nýbakaða snúða og þessi uppskrift hér er svakalega ljúffeng. Það er Anna Marta sem á heiðurinn að þessum spelt-snúðum með grískri jógúrt og pestó – namm!

Spelt snúðar með pestó og grískri jógúrt

 • 2 bollar spelt hveiti / 275 g
 • 1½ bolli hrein grísk jógúrt  / 365 g
 • Smá salt (½ tsk) 
 • 1 msk lyftiduft/15 gr
 • 3 msk ANNAMARTA pestó
 • Lúka af mozzarella osti

Aðferð:

 1. Setjið hveitið, griska jógúrtið, lyftiduftið og saltið saman í skál og hnoðið saman. Gott að notast við hrærivél eða hnoða í höndum.
 2. Fletjið deigið út í ferhyrning. Penslið deigið með pestó og stráið mozzarella ostinum yfir. Rúllið deiginu upp. 
 3. Skerið niður í 14-16 snúða.
 4. Raðið á bökunarpappír með hæfilegu bili á milli snúða.
 5. Bakið við 180 gráður í 15 -18 mín. Best að stilla ofn á blástur.
mbl.is