Borðdúkarnir sem við elskum

Öðruvísi og skemmtilegir dúkar sem segja sögu við matarborðið.
Öðruvísi og skemmtilegir dúkar sem segja sögu við matarborðið. Mbl.is/Oeuvres-sensibles.fr

Við rákumst á þessa ótrúlega skemmtilegu dúka sem heilla augað. Hér mætti segja að máltíðin sé komin á borðið með dúknum einum saman.

Það er franski listamaðurinn og hönnuðurinn Sarah Espeute sem á heiðurinn af þessum dúkum en dúkarnir eru skreyttir myndum sem segja sögu. Hér eru ljóðrænar senur úr daglegum máltíðum sem eiga sér stað við matarborðið – þar sem sögur og minningar spretta upp í myndmáli og verkum Söru. En hún velur vandlega gömul lín- og bómullarefni sem hún nútímavæðir með mínimalískum útsaumi. Fyrir utan dúka má einnig finna löbera, diskamottur og viskastykki. Fyrir áhugasama, þá má skoða verkin hennar nánar HÉR.

Mbl.is/Oeuvres-sensibles.fr
Mbl.is/Oeuvres-sensibles.fr
Mbl.is/Oeuvres-sensibles.fr
Mbl.is/Oeuvres-sensibles.fr
Mbl.is/Oeuvres-sensibles.fr
Sarah Espeute er franskur listamaður og hönnuður.
Sarah Espeute er franskur listamaður og hönnuður. Mbl.is/Oeuvres-sensibles.fr
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert