Svona er best að þvo flíspeysur

mbl.is/66°Norður

Það er ekki sama hvernig flís er þvegið og flestir gera skelfileg mistök sem geta valdið því að flíkin hreinlega eyðileggst.

Örvæntið þó eigi því umhirða á flís er svo auðveld að allir ættu að ráða við það.

  • Lokið öllum rennilásum og smellum.
  • Þvoið í þvottavél á 30 gráðu hita.
  • Notið milt og klórlaust þvottaefni. 
  • Hengið flíkina til þerris.

Hér kemur svo það sem flestir flaska á:

  • Ekki setja flíkina í þurrkara.
  • Ekki strauja flíkina.
  • Ekki setja í þurrhreinsun. 

Sé þessum reglum fylgt ætti flíkin að endast í árafjöld þrátt fyrir mikla notkun. 

Leiðbeiningar fengnar frá 66°Norður

mbl.is