Ótrúleg aðferð á erfiða bletti

Matarvefurinn er með öll helstu húsráðin hér á vefnum.
Matarvefurinn er með öll helstu húsráðin hér á vefnum. mbl.is/

Við sönkum að okkur öllum mögulegum húsráðum sem finnast þarna úti – og þetta hér er það besta á rauðvínsbletti.

Hér köfum við aðeins dýpra í það hvernig best sé að hreinsa rauðvínsbletti úr fötum eða borðdúknum ef því er að skipta. En aðferðin er sáraeinföld ef þú átt til réttu hráefnin í skápunum – en helstu spekúlantar þarna úti segja að þessi tiltekna aðferð eigi að svínvirka.

Svona er best að þrífa rauðvínsbletti

  • Þegar þú hefur óvart sullaði niður uppáhalds rauða víninu þínu, er mjög gott að eiga raksápu inn í skáp.
  • Makaðu raksápunni á blettinn og láttu standa í 15 mínútur.
  • Þvoðu flíkina samkvæmt þvottaleiðbeiningum og bletturinn er á bak og burt.
mbl.is