Mögulega besta sælgætissynd síðari ára

mbl.is/Lentz

Sælkerar með sæta tönn mega alls ekki láta nýjustu viðbótina í lakkrís og súkkulaði fram hjá sér fara.

Lentz Copenhagen er sannkallað handverk er kemur að sætum molum til að narta í eða deila með öðrum. Á bak við merkið stendur Michael Jacques Lentz sem er ekki bara bakari, heldur einnig sælgætisgerðasmiður og stórkostlegur súkkulaðiframleiðandi. Og það er óhætt að segja að hann sé fullkomnunarsinni er kemur að framleiðslu og kann að njóta alls þess góða í lífinu ef marka má vörurnar hans. Lentz hefur á fjórða tug ára starfað við sælgætisgerð og unnið með nokkrum af þekktustu nöfnum greinarinnar – þar á meðal heimsfræga matreiðslumanninum Rasmus Bo Bojsen og súkkulaðimerkinu A XOCO.

Lentz stendur sjálfur í eldhúsinu á vinnustofu rétt fyrir utan Kaupmannahöfn þar sem heimagerðar karamellur og súkkulaði er handunnið af mikilli alúð og virðingu fyrir hráefninu. Hann sækir innblástur hvaðanæva að úr heiminum, en þó sérstaklega til Parísarborgar. Vörurnar frá Lentz fást í verslunum á borð við Harrods í London, D‘Anglaterre hótelinu og nú loksins HÉR á landi.

mbl.is/Lentz
mbl.is/Lentz
Michael Jacques Lentz framleiðir sælkerasælgæti undir eigin nafni.
Michael Jacques Lentz framleiðir sælkerasælgæti undir eigin nafni. mbl.is/Lentz
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert