Nigella setti slátur í kjötbollurnar

Nigella Lawson elskar kjötbollur með blóðmör.
Nigella Lawson elskar kjötbollur með blóðmör.

Við birtum í gær uppskrift að kjötbollum úr smiðju Nigellu Lawson sem eru í miklu uppáhaldi hjá henni. Þegar uppskriftin er skoðuð nánar sést að þær innihalda blóðmör í bland við nautahakk og þótti mörgum það koma spánskt fyrir sjónir.

Sjálfs segir Nigella að bollurnar séu æðislegar en hún hafi verið viðbúin því að þær fengju ekki góðan hljómgrunn meðal matgæðinga. Hún hafi þó sett uppskriftina í nýjustu bók sína og viðbrögðin ekki látið á sér standa.

„Ég átti ekki von á þessum viðbrögðum og hvað þá að fólk væri svona hrifið af uppskrifitnni. Það kom mér skemmtilega á óvart,“ segir Nigella og það er eiginlega nauðsynlegt að prófa uppskriftina og sjá um hvað styrinn stendur.

mbl.is