Sófatrendin sem munu ráða ríkjum á árinu

Sófar finnast í ýmsum útfærslum.
Sófar finnast í ýmsum útfærslum. mbl.is/HAY

Það eru þrjú svokölluð sófatrend sem munu ráða ríkjum á árinu – eða við erum að sjá sérstakt form, sérstakan textíl og sérstaka virkni sem aldrei fyrr.

Bouclé
Það getur reynst erfitt að finna rétta áklæðið sem manni langar til að hafa á sófanum. Það þarf að líta vel út, en líka að vera auðvelt að þrífa. Eitt af þeim áklæðum sem ráða ríkjum þetta árið er „bouclé“ – eða loðna efnið sem er komið til að vera og það ekki að ástæðulausu. Efnið endist vel, er auðvelt að viðhalda og fyrir utan hversu mjúkt það er og gott að sitja á, þá lúkkar það líka fyrir allan peninginn.

Mbl.is/SOFACOMPANY

Skúlptúraðir sófar
Lífræn form og línur fá svo sannarlega að flæða þegar kemur að húsgögnum. Sófinn á helst að vera fallegur frá öllum sjónarhornum, og líkjast hálfgerðu listaverki í stofunni. Það munum við sjá meira af á árinu ef marka má spekúlantana þarna úti.

Mbl.is/SOFACOMPANY

Sófar með karakter
Einingasófar hafa verið vinsælir og við væntum þess að sjá fleiri slíka í framtíðinni. Snilldin við slíka sófa er sú að þú getur svo auðveldlega bætt við eða tekið frá einingar eftir þörfum og því húsnæði sem þú býrð í hverju sinni. Eða kannski stækkar fjölskyldan og þá er gott að geta bætt við plássi án þess að fara út í stærri sófakaup.

Mbl.is/SOFACOMPANY
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert