Besta bílaþrif-trix síðari ára

Er langt síðan þú þreifst bílinn frá toppi til táar?
Er langt síðan þú þreifst bílinn frá toppi til táar? mbl.is/topfranchise.com

Húsráð halda áfram að dælast hér út af matarvefnum og að þessu sinni deilum við snilldar ráði er snýr að bílnum – sem hjá mörgum virðist oft ekki vera í forgangi með að þrífa.

Það getur reynst erfitt að komast inn á milli þröngra ráka t.d. í mælaborðinu. En ekki örvænta, því við kunnum öll helstu trixin í bókinni, og þar á meðal þetta hér. Til að ná inn á milli staða þar sem enginn kemst nálægt nema blessuðu rykhnoðrarnir sem og önnur óhreinindi, þá þarftu að draga upp örtrefjaklút og smámynt. Settu tíukrónupening inn í klútinn og notaðu hann til að ná á milli staða sem hafa beðið lengi eftir að hafa verið þurrkað af.

Settu smámynt í klút og notaðu til að þrífa erfiða …
Settu smámynt í klút og notaðu til að þrífa erfiða staði í bílnum. mbl.is/TikTok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert