Hagkaup aflýsir dönskum dögum

Það er allt að verða vitlaust út af fólskulegu tapi Dana gegn Frökkum í gær og nú hefur Hagkaup ákveðið að fresta dönskum dögum þar til þjóðin er tilbúin.

Ljóst er að ákvörðun Hagkaups mælist vel fyrir enda hafa um 1.500 manns lækað færsluna, rúmlega áttatíu athugasemdir hafa verið skrifaðar við færlsuna og deilingar eru komnar vel yfir hundrað.

Flestir eru á því að þetta sé afar vel til fundið hjá Hagkaup enda sveið tapið og má ljóst vera að landsmenn verða í nokkra daga að jafna sig.mbl.is